Thuram býður heimilislausum á völlinn 6. september 2006 15:02 Lilian Thuram hefur gagnrýnt stjórnmálamenn í Frakklandi harðlega fyrir hægrisinnuð vinnubrögð í málum innflytjenda NordicPhotos/GettyImages Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira