Thuram býður heimilislausum á völlinn 6. september 2006 15:02 Lilian Thuram hefur gagnrýnt stjórnmálamenn í Frakklandi harðlega fyrir hægrisinnuð vinnubrögð í málum innflytjenda NordicPhotos/GettyImages Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira