BAE selur hlutina í Airbus 7. september 2006 08:07 Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira