Sala á helmingi Icelandair 7. október 2006 18:54 Fjárfestingahópur með rætur í Sambandsarmi atvinnulífsins verður kjölfestan í nýjum eigendahópi Icelandair. Félagið hefur fengið nafnið Langflug en um helgina er unnið að því að ganga frá sölu til þess og annarra fjárfesta á meirihluta í flugfélaginu og tengdum rekstri. Um helgina er verið að ganga frá sölu á 51% í Icelandair, flugfélaginu og tengdum rekstri, en í vikunni tók Glitnir að sér að tryggja sölu á þessum hlut. Samkæmt heimildum NFS er verið að klára aðkomu fjárfestingahóps að þessum kaupum eða á um 30% í félaginu. Fjárfestingahópurinn hefur myndað um sig félagið Háflug en að Langflugi standa Finnur Ingólfsson, fyrrvernadi forstjóri VÍS, Helgi S Guðmundsson, framkvæmdasjtóri og formaður bankaráðs Seðlabankans og Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Samvinnutrygginga. Svo gæti farið að fleiri aðilar komi að þessum kjölfestuhlut. Þá munu vera á lokastigi viðræður um kaup á 11% til viðbótar af fjárfestingarfélagi sem Bjarni Benediktsson er í forsvari fyrir - að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar koma að málum eigendur Olíufélagsins. Loks munu lykilstjórnendur og starfsmenn hafa hug á að eignast tíu prósent í fyrirtækinu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir að stefnt sé að því að sem flestir starfsmenn eignist hluti í félaginu og hann vonist til að það gangi eftir. Það verði hlutir í boði fyrir alla. Í samtali við NFS segir Jón Karl að sér lítist vel á þá sem nefndir hafi verið til sögunnar sem verðandi kjölfestueigendur að félaginu. Það mun ekki fjarri lagi að þessi 51 prósent seljist á ríflega 33 milljarða króna. Að því er svo stefnt að setja tæplega helming hluta í fálginu í almenna sölu innan fárra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Fjárfestingahópur með rætur í Sambandsarmi atvinnulífsins verður kjölfestan í nýjum eigendahópi Icelandair. Félagið hefur fengið nafnið Langflug en um helgina er unnið að því að ganga frá sölu til þess og annarra fjárfesta á meirihluta í flugfélaginu og tengdum rekstri. Um helgina er verið að ganga frá sölu á 51% í Icelandair, flugfélaginu og tengdum rekstri, en í vikunni tók Glitnir að sér að tryggja sölu á þessum hlut. Samkæmt heimildum NFS er verið að klára aðkomu fjárfestingahóps að þessum kaupum eða á um 30% í félaginu. Fjárfestingahópurinn hefur myndað um sig félagið Háflug en að Langflugi standa Finnur Ingólfsson, fyrrvernadi forstjóri VÍS, Helgi S Guðmundsson, framkvæmdasjtóri og formaður bankaráðs Seðlabankans og Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Samvinnutrygginga. Svo gæti farið að fleiri aðilar komi að þessum kjölfestuhlut. Þá munu vera á lokastigi viðræður um kaup á 11% til viðbótar af fjárfestingarfélagi sem Bjarni Benediktsson er í forsvari fyrir - að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar koma að málum eigendur Olíufélagsins. Loks munu lykilstjórnendur og starfsmenn hafa hug á að eignast tíu prósent í fyrirtækinu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair segir að stefnt sé að því að sem flestir starfsmenn eignist hluti í félaginu og hann vonist til að það gangi eftir. Það verði hlutir í boði fyrir alla. Í samtali við NFS segir Jón Karl að sér lítist vel á þá sem nefndir hafi verið til sögunnar sem verðandi kjölfestueigendur að félaginu. Það mun ekki fjarri lagi að þessi 51 prósent seljist á ríflega 33 milljarða króna. Að því er svo stefnt að setja tæplega helming hluta í fálginu í almenna sölu innan fárra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira