Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna 13. október 2006 12:30 MYND/GVA Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum." Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum."
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira