Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins 13. október 2006 15:23 MYND/Valgarður Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira