ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga 13. október 2006 15:56 Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu. Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu.
Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira