Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi 16. október 2006 12:26 Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira