Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma 16. október 2006 16:17 MYND/Stefán Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira