Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma 16. október 2006 16:17 MYND/Stefán Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira