Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt 16. október 2006 17:51 Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur. Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira