Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði 16. október 2006 20:28 Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira