SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild 17. október 2006 20:30 Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. MYND/Vilhelm Gunnarsson Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira