15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann 17. október 2006 20:49 MYND/Róbert Reynisson Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Í fyrsta tilvikinu, að kvöldi sunnudagsins 25. september, stöðvuðu þeir konu í bifreið og sögðust vera frá fíkniefnalögreglunni. Þeir kröfðu konuna um ökuskírteini og bentu henni á að afturljós hennar væri brotið, sem varðaði sektum. Létu þeir konuna blása í rakamæli sem þeir sögðu vera öndunarsýnamæli sem mældi áfengismagn í útöndunarlofti. Skömmu síðar, sömu nótt, stöðvuðu þeir aðra konu með sömu sögu. Bentu henni á að hún hefði ekki gefið stefnuljós og kröfðu hana um ökuskírteini. Spurðu hana hvort hún væri ölvuð og létu hana blása í sama rakamæli. Stuttu síðar stöðvuðu ökumann, sögðu honum að hann hefði ekið of hratt og veittum honum tiltal. Í dómsorði segir að þáttur vinarins hafi verið klofinn í málinu og var lokið með viðurlagaákvörðun. Hinn játaði brot sitt og var krafist vægustu refsingar og að hún yrði skilorðsbundinn. Fram kemur í dómi að maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og fyrir brot gegn umferðalögum. Var hann síðast dæmdur 11. apríl 2006 og hlaut sekt og var sviptur ökuleyfi í 1 og hálft ár. Refsing nú var ákveðin sem hegningarauki við síðasta dóm og þótti hæfilega ákveðin fangelsi skilorðsbundið í 15 mánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Í fyrsta tilvikinu, að kvöldi sunnudagsins 25. september, stöðvuðu þeir konu í bifreið og sögðust vera frá fíkniefnalögreglunni. Þeir kröfðu konuna um ökuskírteini og bentu henni á að afturljós hennar væri brotið, sem varðaði sektum. Létu þeir konuna blása í rakamæli sem þeir sögðu vera öndunarsýnamæli sem mældi áfengismagn í útöndunarlofti. Skömmu síðar, sömu nótt, stöðvuðu þeir aðra konu með sömu sögu. Bentu henni á að hún hefði ekki gefið stefnuljós og kröfðu hana um ökuskírteini. Spurðu hana hvort hún væri ölvuð og létu hana blása í sama rakamæli. Stuttu síðar stöðvuðu ökumann, sögðu honum að hann hefði ekið of hratt og veittum honum tiltal. Í dómsorði segir að þáttur vinarins hafi verið klofinn í málinu og var lokið með viðurlagaákvörðun. Hinn játaði brot sitt og var krafist vægustu refsingar og að hún yrði skilorðsbundinn. Fram kemur í dómi að maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og fyrir brot gegn umferðalögum. Var hann síðast dæmdur 11. apríl 2006 og hlaut sekt og var sviptur ökuleyfi í 1 og hálft ár. Refsing nú var ákveðin sem hegningarauki við síðasta dóm og þótti hæfilega ákveðin fangelsi skilorðsbundið í 15 mánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira