Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja 17. október 2006 23:17 Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira