Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum 18. október 2006 12:30 Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira