Árangur af hernámi Íraks innan seilingar 24. október 2006 20:00 Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila