Kosið um fleira en þingsæti 3. nóvember 2006 10:53 Michael J Fox hvetur til að stofnfrumrannsóknir verði leyfðar Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa. Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira