Eiði Smára líkt við Romario 20. nóvember 2006 09:15 Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skora annað mark sitt gegn Mallorca í gær. Yfirvegunin sem hann sýndi í markinu þykir minna á Romario, lifandi goðsögn hjá Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær. Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær.
Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira