
Körfubolti
Tap hjá Haukastúlkum

Haukastúlkur töpuðu 94-67 fyrir liði Gran Canaria á Kanaríeyjum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, eftir að hafa verið undir 55-35 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og hirti 7 fráköst. Haukaliðið er því á botni F-riðilsins án sigurs eftir fjóra leiki.