Tökum þátt í forvali 2. desember 2006 05:00 Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun