Enski boltinn

Strachan segir Larsson hafa tekið rétta ákvörðun

Gordon Strachan segir að Henrik Larsson hefði gert mistök með því að snúa aftur til Celtic.
Gordon Strachan segir að Henrik Larsson hefði gert mistök með því að snúa aftur til Celtic.

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Celtic í Skotlandi, segir að það hafi verið rétt af Henrik Larson að ganga til liðs við Manchester United. Einhverjir stuðningsmenn skoska liðsins eru sárir yfir því að sá sænski hafi valið þá rauðu fram yfir sína fyrrum félaga í Skotlandi.

"Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki velt því fyrir mér," sagði Strachan í gær, aðspurður um hvort hann hefði reynt að fá Larsson til að koma aftur til Celtic í stað þess að fara á láni til Manchester United. "En ég ákvað að gera það ekki vegna þess að mér fannst það ekki rétt. Það hefðu líka verið mistök af hans hálfu að snúa til baka á fornar slóðir. Hann er að taka hárrétt skref á þessum tímapunkti ferils síns með því að fara til Manchester," sagði Strachan.

"Ég lít einnig á þessi félagsskipti sem endanlega staðfestingu á hversu góðan leikmann Celtic hafði í sínum röðum í öll þessi ár. Héðan fór hann til Barcelona og síðan til Manchester United. Það er ekki á allra færi," bætti Strachan við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×