Að velja siglingaleiðir 9. janúar 2007 05:00 Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Af fréttaflutningi síðustu daga hefur mátt álykta að við val á siglingaleiðum skipa fyrir suðvesturhorn landsins sé aðeins til einn sannleikur, í formi skýrslu Det Norske Veritas frá því í maí 1999. Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi ráðherraskipaðrar nefndar á árunum 1998-2000. Nefndin hafði skv. skipunarbréfi það hlutverk „að móta reglur um tilkynningaskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu“. Samt fór það svo að aðalverkefni nefndarinnar sem tekist var hart á um varð um val á tveimur siglingaleiðum fyrir kaupskip við suðvestanvert landið á grundvelli niðurstaðna skýrslu Det Norske Veritas. Fulltrúar kaupskipaútgerðarinnar voru ekki tilbúnir að samþykkja einhliða framlagða skýrslu sem einu réttu niðurstöðuna um öryggi tveggja siglingaleiða á forsendum sem þeir voru ekki sáttir við. Nefndin lauk störfum árið 2000 og var niðurstaðan sú að málið skyldi tekið upp aftur þegar rannsóknir á öllum þáttum málsins hefðu verið lagðar fram. Síðan eru liðin sjö ár án þess að mikið hafi farið fyrir málinu. Nú ber svo við að samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd sem ber heitið „nefnd um neyðarhafnir“ og skipunarbréfið er dagsett 29. nóv. 2006. Nefndin hefur fimm hlutverk og er eitt þeirra „að gera tillögu að skipulagi skipaumferðar, t.d. afmörkun siglingaleiða og/eða takmörkun á siglingum skipa sem flytja hættulegan varning í nánd við landið.“ Nú er nefndin hrein embættismannanefnd án þátttöku kaupskipaútgerðarinnar. Getur verið að það sé eitthvað athugavert við þessa stjórnsýslu og að það sé ástæða til að við gerum athugasemdir við hana? Viljum við fela ríkisstofnunum einum að taka ákvarðanir á forsendum sem þær sjálfar gefa sér án þátttöku þeirra sem málið snertir beint? SVÞ gera athugasemdir við slík vinnubrögð varðandi þetta mál og mörg önnur. Það er grundvallaratriði við setningu laga og reglugerða að þeir sem málið snertir fái aðkomu að því á vinnslustigi. Það kemur kaupskipaútgerðinni við þegar ákvarða á eina rétta siglingaleið fyrir suðvestan land og því gera SVÞ þá kröfu til samgönguráðuneytisins að þau fái að tilnefna fulltrúa í ofangreindri nefnd. Höfundur er forstöðumaður flutningasviðs SVÞ
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun