Matvælaverð lækkar! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2007 04:45 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar