Ljós í myrkrinu 6. mars 2007 06:00 Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun