Hvað hefur maðurinn að fela? 22. mars 2007 05:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins. Mér er málið skylt þar sem ég hafði milligöngu um að Ingibjörg S. Pálmadóttir leitaði til Jóns Steinars. Í símtali greindi ég Jóni Steinari m.a. frá tengslum hennar við Jón Ásgeir Jóhannesson. Í yfirlýsingu sinni vill Jón Steinar gera sem minnst úr því að aðrir hafi þrýst á, að hann tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Hann upphefur sjálfan sig og þykist aðeins hafa verið að liðsinna lítilmagnanum í baráttunni við viðskiptaveldið Baug. Nú hefur Ingibjörg svarað Jóni Steinari og útskýrt með sannfærandi hætti undir hvaða kringumstæðum Jón Steinar sagði þetta við hana, en hann var lögmaður hennar og var að afsaka framkomu sína gagnvart henni sumarið 2002. Ingibjörg greindi frá samskiptum sínum eiðsvarin fyrir dómi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Steinar Gunnlaugsson sendir yfirlýsingu til fjölmiðla er varðar viðskipti hans við Jón Gerald Sullenberger og aðkomu hans að því að kæra forsvarsmenn Baugs til Ríkislögreglustjóra sumarið 2002. Hinn 15. ágúst 2005 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá Jóni Steinari sem einnig miðar að því að gera sem minnst úr afskiptum hans af upphafi málsins. Orðrétt segir Jón Steinar í þeirri yfirlýsingu: „Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta." Athygli vekur að Jón Steinar bregður hér fyrir sig minnisleysi. Þessi yfirlýsing birtist rúmum mánuði áður en Fréttablaðið birti tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, en þar var aðkomu Jóns Steinars að málinu lýst með þeim „gamansömu" orðum Styrmis, að Jónína og Jón Gerald Sullenberger þyrftu ekkert að óttast í viðskiptum sínum við Baugsmenn því að tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann" væri innvígð og ófrávíkjanleg. Í tölvupóstunum kemur fram, að til stóð að koma ásökunum Jóns Geralds Sullenberger til yfirvalda. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli. Þetta var ekki aðeins spurning um að Jón Gerald fengi lögmann heldur hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér fyrir hann gegn „viðskiptaveldinu" Baugi. Baktjaldamakkið er smám saman að opinberast. Ekki bætir úr skák að fundarmennirnir á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, sem lögðu á ráðin, hafa komið með afar ótrúverðugar lýsingar á aðild sinni. Kjartan Gunnarsson segist aðeins hafa verið að lýsa hæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns við þá Styrmi og Jón Steinar sjálfan! Hafði þó Jón Steinar verið lögmaður ritstjórnar Morgunblaðsins um langa hríð. Styrmir vill ekki gefa upp nafn „ónefnda" mannsins og vildi aðeins sannfæra sig um að Jón Steinar gæti ráðið við málið sem lögmaður! Einnig var hann að treysta „ættarböndin" við Kjartan! Jón Steinar segist aðeins hafa verið að taka að sér lögmannsstörf þar sem hann væri nánast eini lögmaðurinn í landinu, sem hafði sjálfstæði til að standa uppi í hárinu á Baugi. Á sama tíma var hann þó lögmaður eins stærsta hluthafans í Baugi, sambýliskonu forstjórans! Ótrúverðugar skýringar þremenninganna eru ekki eina ástæðan fyrir því að ekki er mark takandi á orðum þeirra um aðdraganda Baugsmálsins. Að framan er vikið að yfirlýsingu Jóns Steinars og andsvari Ingibjargar S. Pálmadóttur. Þar stendur orð gegn orði. Einnig er að framan vikið að orðum í yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005, áður en upp um afskipti hans komst þegar tölvupóstar Jónínu og Styrmis voru birtir opinberlega. En fleira kemur til varðandi þau ummæli sem veldur því að ekki er hægt að taka mark á þeim. Í vitnisburði Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara í Baugsmálinu, lýsti hann aðdraganda málsins og samskiptum sem hann þá átti við Jón Steinar Gunnlaugsson. Greindi hann þar frá því að Jón Steinar hefði komið gögnum til sín og þeir síðan fundað um málið í nokkur skipti áður en Jón Gerald Sullenberger kom fyrst til skýrslugjafar. Sú lýsing er algjörlega á skjön við þá lýsingu, sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því í ágúst 2005. Lýsing Jóns H.B. Snorrasonar var gefin af honum sem vitni fyrir dómi og þegar af þeirri ástæðu ber að taka fremur mark á honum í þessu sambandi en Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Höfundur er stjórnarformaður Baugs Group hf. Með yfirlýsingum Ingibjargar S. Pálmadóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar síðustu daga hefur birst enn ein vísbendingin um það, hvað gerðist í aðdraganda málsins og hverjir áttu þar hlut að máli.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun