Aukum lífsgæði um land allt Katrín Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2007 06:00 Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun