Ellert skallar kirkjuna Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2007 06:00 Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun