Pálína farin í Keflavík 26. maí 2007 11:00 Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið ein af lykilmönnunum á bak við sigurgöngu Haukanna. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vetur. MYND/Vilhelm „Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
„Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira