Búlgaría og Rúmenía Paul Nikolov skrifar 15. júní 2007 06:00 Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun