Búlgaría og Rúmenía Paul Nikolov skrifar 15. júní 2007 06:00 Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun