Velkomnir í hópinn HR-ingar 16. júní 2007 02:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun