Hefur sjávarútvegurinn glatað þjóðhagslegu mikilvægi sínu? 27. júní 2007 01:00 Enn á ný er komin upp umræða um hlutverk og mikilvægi sjávarútvegsins í atvinnulífi Íslendinga. Umræðan snýst að nokkru um áhrif greinarinnar á byggðir landsins og einnig um hvort hlutverk þessarar undirstöðuatvinnugreinar hafi breyst í grundvallaratriðum frá því að núverandi stjórnkerfi fiskveiða var tekið upp. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Hvað hefur breyst frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar aflamarkskerfinu var komið á? 1. Sjávarútvegurinn er að hverfa frá að vera burðarás í atvinnusköpun þó mikilvægi hans sem útflutningsatvinnuvegur sé og verði áfram mikið. 2. Sjávarútvegurinn eins og aðrar framleiðslugreinar hefur þurft að stórauka framleiðni vinnuafls í greininni til að rýma fyrir nýgreinum í atvinnulífinu. 3. Þessi þróun er að nokkru hin hliðin á peningnum þegar rætt er um hið svokallaða þekkingarsamfélag. Það er nýjar greinar og breytt samsetning á vinnumarkaði setja hærri launaviðmið sem hefðbundnar framleiðslugreinar verða að laga sig að.Mikilvægasta útflutningsgreininHvað varðar fyrsta atriðið sést þróunin vel ef skoðað er hvernig ársverk í sjávarútvegi annars vegar og ársverk alls hafa þróast síðustu áratugina og hver sé líkleg þróun á næstu árum. Þetta er sýnt í töflu I hér á eftir. Þar er einnig sýnt hvernig sjávarfang sem heildarhlutfall af vöruútflutningi hefur þróast. Hvað varðar framtíðarspána þá er verið að horfa til þess sem líklegt er að gerist á allra næstu árum. Forsendur fyrir spánni varðandi útflutninginn eru að verðmæti sjávarfangs verði það sama og er í dag og að núverandi uppbyggingu í stóriðju sé lokið. Varðandi spá um fjölda starfandi í sjávarútvegi vísast til upplýsinga seinna í greininni. Samkvæmt því sem hér kemur fram þá stefnir í að fjöldi starfandi í sjávarútvegi verði á næstu árum kominn niður í að vera einungis rúmlega fjögur prósent af vinnuaflinu en það hlutfall var rúmlega sextán prósent árið 1963 og tæp ellefu prósent árið 1997. Ef hins vegar er litið til vöruútflutningsins þá kemur í ljós að sjávarútvegurinn sem lagði til níutíu prósent af vöruútflutningnum 1963 er enn með meira en helmings hlutdeild og stefnir í að vera um 45 prósent á næstu árum.Með öðrum orðum; á sama tíma og vægi sjávarútvegsins verður ekki hlutfallslega nema fjórðungur þess sem var mest í atvinnusköpun, þá mun hann enn leggja til hlutfallslega helming af vöruútflutningnum eins og hann var mestur og gegnir þar gríðarlega miklu hlutverki.Þróun starfa í fiskvinnsluÞessi aðlögun að nýjum aðstæðum sést ef til vill best ef þróun vinnuafls í fiskvinnslu síðustu ár er skoðuð samanber lið tvö hér að ofan. Í töflu II er sýnt hvernig fjöldi starfandi í fiskvinnslu hefur verið að þróast síðustu árin og líklegur fjöldi framtíðastarfa í greininni. Spáin á töflu I hér að neðan byggir á þessum tölum og til viðbótar er þar reiknað með að sjómönnum fækki hlutfallslega eins og landverkafólki. Hér er reiknað með því að til jafnaðar náist sú framleiðni vinnuafls í frystingunni (er að hluta ferskfiskvinnsla í dag) sem þeir bestu í greininni voru búnir að ná árið 2004. Einnig er reiknað með að aðrar greinar fiskvinnslu nái að meðaltali tíu prósenta framleiðniaukningu vinnuafls frá því sem var 2004. Samkvæmt þessu verður um 4.100 starfandi í fiskvinnslu í náinni framtíð en þeir voru 5.400 árið 2004 og 8.400 árið 1996 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Inn í þessum tölum er ekki framleiðniaukning sem framsæknustu fyrirtækin í landvinnslunni hafa verið að ná eftir 2004 þannig að reikna má með að fækkunin í vinnslunni sé síst ofmetin í þessari spá. Til þess að varpa betur ljósi á það sem liggur að baki þessari þróun má nefna að samkvæmt gögnum Hagstofunnar þá hækkuðu atvinnutekjur einstaklinga í fiskvinnslu um 101 prósent að nafnvirði á árunum 1998 - 2005 og það voru einungis atvinnutekjur í fjármálaþjónustu sem hækkuðu meira. Þá má einnig nefna að frá miðju ári 1997 og til jafnlengdar 2003 hækkaði launavísitalan um 52 prósent meðan vísitala frystra botnfiskafurða hækkaði um 26 prósent. Þetta er sá veruleiki sem sjávarútvegurinn hefur staðið frammi fyrir og verður að laga sig að.Hin hliðin á þekkingarsamfélaginuÍ lið þrjú er sagt að þessi þróun sé að nokkru leyti hin hliðin á peningi þekkingarsamfélagsins. Á undanförnum misserum hefur verið hávær krafa um að leggja aukna áherslu á þekkingariðnað og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Samfara þessu hefur vinnumarkaðurinn þróast í þá átt að stöðugt fleiri vinna við þjónustugreinar meðan fækkað hefur í framleiðslugreinunum. Þetta endurspeglast í fjölgun sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks meðan bændum, fiskimönnum og iðnaðarmönnum fækkar eins og sést á mynd I. (Sérhæft iðnverkafólk, þar með talið, fiskverkafólk er talið til iðnaðarmanna í gögnum Hagstofunnar) Þessi þróun er allsstaðar raunin þar sem þjóðir feta þennan veg; það er götuna til þekkingarsamfélagsins. Þetta sést einnig vel ef þróun vinnuafls á landsbyggðinni á árunum 1995 - 2004 er skoðuð með tilliti til starfsgreina. En hún er sýnd á mynd II. Hér kemur í ljós að á áratugnum 1995 - 2004 fækkaði í framleiðslugreinum á landsbyggðinni úr 30.000 manns í 23.400 manns eða um 6.600 meðan fjölgar í þjónustugreinunum úr 27.300 manns í 32.500 manns eða um 5.200. Sé þetta skoðað út frá hugmyndafræði þekkingar- eða þjónustusamfélagsins þá er hér um að ræða skýrar vísbendingar um þróun í þá átt. Ef litið er til fiskvinnslunnar á landsbyggðinni í þessu dæmi þá fækkar fólki þar um 3.300 á þessu tímabili. Það er hins vegar fjölgun á landsbyggðinni í öllum þjónustugreinunum. Í þessu dæmi, það er þróuninni til þekkingarsamfélagsins, er ekkert einhlítt. Það á einnig við um sjávarútveginn en hann bæði þiggur og gefur á þeirri vegferð. Hann hefur notið vinnubragða upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins við að stórauka framleiðni vinnuafls í greininni í viðleitni sinni til að vinna á móti því að hann hefur orðið að gefa eftir verulegan hluta af því vinnuafli sem hann hafði áður og fylgja hækkandi launaþróun. Lífskjörin byggja enn á sjónumÍ þessari grein er ekki tekin nein afstaða til þeirrar umræðu sem nú fer fram um stöðu sjávarútvegsins á landsbyggðinni. Ekki heldur til líffræði- og tæknilegra atriða í útfærslu á fiskveiðistjórnarkerfinu. Einungis bent á staðreyndir sem verður að taka tillit til í umræðunni. Í umræðunni að undanförnu hefur verið sagt að aðstæður séu allt aðrar í íslensku þjóðlífi í dag en var þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á. Í sama orðinu er látið að því liggja að þess vegna sé hægt að beita sjávarútveginum til sértækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Verði horfið að því, það er að láta sjávarútveginn að einhverju leyti lúta öðrum lögmálum en annar atvinnurekstur, þá er hætt við að stutt verði í kröfuna um sértækar stuðningsaðgerðir honum til handa. Í þessu sambandi má benda á það sem kemur fram í þessari grein um mikilvægi sjávarútvegsins sem útflutningsgreinar. Þar er hann burðarás og verður áfram um langa framtíð og allt sem skerðir möguleika hans til að fylgja almennri þróun efnahags- og atvinnumála í landinu mun því skerða samkeppnishæfni þjóðarinnar og þar með leiða til lakari lífskjara í landinu. Allt þetta má síðan draga saman í eina setningu: Sjávarútvegurinn er ekki lengur gerandinn í íslensku efnahagslífi; hann er á vissan hátt orðin þolandi. Stefna í gengis- peninga- og launamálun ræðst að mestu á öðrum vettvangi í dag. Greinin verður að hafa burði til að takast á við þessar nýju aðstæður; hvaðan sem þær eiga rætur sínar. Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Enn á ný er komin upp umræða um hlutverk og mikilvægi sjávarútvegsins í atvinnulífi Íslendinga. Umræðan snýst að nokkru um áhrif greinarinnar á byggðir landsins og einnig um hvort hlutverk þessarar undirstöðuatvinnugreinar hafi breyst í grundvallaratriðum frá því að núverandi stjórnkerfi fiskveiða var tekið upp. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Hvað hefur breyst frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar aflamarkskerfinu var komið á? 1. Sjávarútvegurinn er að hverfa frá að vera burðarás í atvinnusköpun þó mikilvægi hans sem útflutningsatvinnuvegur sé og verði áfram mikið. 2. Sjávarútvegurinn eins og aðrar framleiðslugreinar hefur þurft að stórauka framleiðni vinnuafls í greininni til að rýma fyrir nýgreinum í atvinnulífinu. 3. Þessi þróun er að nokkru hin hliðin á peningnum þegar rætt er um hið svokallaða þekkingarsamfélag. Það er nýjar greinar og breytt samsetning á vinnumarkaði setja hærri launaviðmið sem hefðbundnar framleiðslugreinar verða að laga sig að.Mikilvægasta útflutningsgreininHvað varðar fyrsta atriðið sést þróunin vel ef skoðað er hvernig ársverk í sjávarútvegi annars vegar og ársverk alls hafa þróast síðustu áratugina og hver sé líkleg þróun á næstu árum. Þetta er sýnt í töflu I hér á eftir. Þar er einnig sýnt hvernig sjávarfang sem heildarhlutfall af vöruútflutningi hefur þróast. Hvað varðar framtíðarspána þá er verið að horfa til þess sem líklegt er að gerist á allra næstu árum. Forsendur fyrir spánni varðandi útflutninginn eru að verðmæti sjávarfangs verði það sama og er í dag og að núverandi uppbyggingu í stóriðju sé lokið. Varðandi spá um fjölda starfandi í sjávarútvegi vísast til upplýsinga seinna í greininni. Samkvæmt því sem hér kemur fram þá stefnir í að fjöldi starfandi í sjávarútvegi verði á næstu árum kominn niður í að vera einungis rúmlega fjögur prósent af vinnuaflinu en það hlutfall var rúmlega sextán prósent árið 1963 og tæp ellefu prósent árið 1997. Ef hins vegar er litið til vöruútflutningsins þá kemur í ljós að sjávarútvegurinn sem lagði til níutíu prósent af vöruútflutningnum 1963 er enn með meira en helmings hlutdeild og stefnir í að vera um 45 prósent á næstu árum.Með öðrum orðum; á sama tíma og vægi sjávarútvegsins verður ekki hlutfallslega nema fjórðungur þess sem var mest í atvinnusköpun, þá mun hann enn leggja til hlutfallslega helming af vöruútflutningnum eins og hann var mestur og gegnir þar gríðarlega miklu hlutverki.Þróun starfa í fiskvinnsluÞessi aðlögun að nýjum aðstæðum sést ef til vill best ef þróun vinnuafls í fiskvinnslu síðustu ár er skoðuð samanber lið tvö hér að ofan. Í töflu II er sýnt hvernig fjöldi starfandi í fiskvinnslu hefur verið að þróast síðustu árin og líklegur fjöldi framtíðastarfa í greininni. Spáin á töflu I hér að neðan byggir á þessum tölum og til viðbótar er þar reiknað með að sjómönnum fækki hlutfallslega eins og landverkafólki. Hér er reiknað með því að til jafnaðar náist sú framleiðni vinnuafls í frystingunni (er að hluta ferskfiskvinnsla í dag) sem þeir bestu í greininni voru búnir að ná árið 2004. Einnig er reiknað með að aðrar greinar fiskvinnslu nái að meðaltali tíu prósenta framleiðniaukningu vinnuafls frá því sem var 2004. Samkvæmt þessu verður um 4.100 starfandi í fiskvinnslu í náinni framtíð en þeir voru 5.400 árið 2004 og 8.400 árið 1996 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Inn í þessum tölum er ekki framleiðniaukning sem framsæknustu fyrirtækin í landvinnslunni hafa verið að ná eftir 2004 þannig að reikna má með að fækkunin í vinnslunni sé síst ofmetin í þessari spá. Til þess að varpa betur ljósi á það sem liggur að baki þessari þróun má nefna að samkvæmt gögnum Hagstofunnar þá hækkuðu atvinnutekjur einstaklinga í fiskvinnslu um 101 prósent að nafnvirði á árunum 1998 - 2005 og það voru einungis atvinnutekjur í fjármálaþjónustu sem hækkuðu meira. Þá má einnig nefna að frá miðju ári 1997 og til jafnlengdar 2003 hækkaði launavísitalan um 52 prósent meðan vísitala frystra botnfiskafurða hækkaði um 26 prósent. Þetta er sá veruleiki sem sjávarútvegurinn hefur staðið frammi fyrir og verður að laga sig að.Hin hliðin á þekkingarsamfélaginuÍ lið þrjú er sagt að þessi þróun sé að nokkru leyti hin hliðin á peningi þekkingarsamfélagsins. Á undanförnum misserum hefur verið hávær krafa um að leggja aukna áherslu á þekkingariðnað og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Samfara þessu hefur vinnumarkaðurinn þróast í þá átt að stöðugt fleiri vinna við þjónustugreinar meðan fækkað hefur í framleiðslugreinunum. Þetta endurspeglast í fjölgun sérfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks meðan bændum, fiskimönnum og iðnaðarmönnum fækkar eins og sést á mynd I. (Sérhæft iðnverkafólk, þar með talið, fiskverkafólk er talið til iðnaðarmanna í gögnum Hagstofunnar) Þessi þróun er allsstaðar raunin þar sem þjóðir feta þennan veg; það er götuna til þekkingarsamfélagsins. Þetta sést einnig vel ef þróun vinnuafls á landsbyggðinni á árunum 1995 - 2004 er skoðuð með tilliti til starfsgreina. En hún er sýnd á mynd II. Hér kemur í ljós að á áratugnum 1995 - 2004 fækkaði í framleiðslugreinum á landsbyggðinni úr 30.000 manns í 23.400 manns eða um 6.600 meðan fjölgar í þjónustugreinunum úr 27.300 manns í 32.500 manns eða um 5.200. Sé þetta skoðað út frá hugmyndafræði þekkingar- eða þjónustusamfélagsins þá er hér um að ræða skýrar vísbendingar um þróun í þá átt. Ef litið er til fiskvinnslunnar á landsbyggðinni í þessu dæmi þá fækkar fólki þar um 3.300 á þessu tímabili. Það er hins vegar fjölgun á landsbyggðinni í öllum þjónustugreinunum. Í þessu dæmi, það er þróuninni til þekkingarsamfélagsins, er ekkert einhlítt. Það á einnig við um sjávarútveginn en hann bæði þiggur og gefur á þeirri vegferð. Hann hefur notið vinnubragða upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins við að stórauka framleiðni vinnuafls í greininni í viðleitni sinni til að vinna á móti því að hann hefur orðið að gefa eftir verulegan hluta af því vinnuafli sem hann hafði áður og fylgja hækkandi launaþróun. Lífskjörin byggja enn á sjónumÍ þessari grein er ekki tekin nein afstaða til þeirrar umræðu sem nú fer fram um stöðu sjávarútvegsins á landsbyggðinni. Ekki heldur til líffræði- og tæknilegra atriða í útfærslu á fiskveiðistjórnarkerfinu. Einungis bent á staðreyndir sem verður að taka tillit til í umræðunni. Í umræðunni að undanförnu hefur verið sagt að aðstæður séu allt aðrar í íslensku þjóðlífi í dag en var þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á. Í sama orðinu er látið að því liggja að þess vegna sé hægt að beita sjávarútveginum til sértækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Verði horfið að því, það er að láta sjávarútveginn að einhverju leyti lúta öðrum lögmálum en annar atvinnurekstur, þá er hætt við að stutt verði í kröfuna um sértækar stuðningsaðgerðir honum til handa. Í þessu sambandi má benda á það sem kemur fram í þessari grein um mikilvægi sjávarútvegsins sem útflutningsgreinar. Þar er hann burðarás og verður áfram um langa framtíð og allt sem skerðir möguleika hans til að fylgja almennri þróun efnahags- og atvinnumála í landinu mun því skerða samkeppnishæfni þjóðarinnar og þar með leiða til lakari lífskjara í landinu. Allt þetta má síðan draga saman í eina setningu: Sjávarútvegurinn er ekki lengur gerandinn í íslensku efnahagslífi; hann er á vissan hátt orðin þolandi. Stefna í gengis- peninga- og launamálun ræðst að mestu á öðrum vettvangi í dag. Greinin verður að hafa burði til að takast á við þessar nýju aðstæður; hvaðan sem þær eiga rætur sínar.
Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira