Slagurinn merki um þroska markaðar 27. júní 2007 04:15 Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins. Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins.
Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent