Einkavæðing fyrir hvern? 4. júlí 2007 06:00 Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Geysir Green Energy hafa eignast tæp 44 prósent í Hitaveitu Suðurnesja með kaupum á hlut ríkisins og sveitarfélaganna Vestmannaeyja, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs, Árborgar og Kópavogs. Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa enn ekki selt og óvíst hverjar fyrirætlanir þessara sveitarfélaga eru. Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Geysis Green Energy sagði í viðtali við RÚV að kaup fyrirtækisins væru ekki einkavæðing heldur markaðsvæðing og virk samkeppni ætti að skila lægra verði til neytenda. En hver er reynslan af bylgju markaðsvæðingar á undanförnum árum? Ríkisbankarnir voru seldir og hefur útibúum fækkað auk þess sem þjónustugjöld og vextir hafa hækkað. Síminn var seldur og ein af fyrstu ákvörðunum nýrra eigenda var m.a. að stórminnka þjónustuna úti á landi auk þess sem íbúar á landsbyggðinni borga meira fyrir verri þjónustu. Á Íslandi er engin samkeppni á orkumarkaði og hafa ný lög ekki breytt neinu þar um. Sú virðist einnig vera raunin í nágrannalöndum okkar, þar sem töluvert fleiri búa. Nýleg skýrsla í Svíþjóð sýnir svart á hvítu að markaðsvæðing orkufyrirtækja hefur ekki skilað neytendum neinu. Þvert á móti eru það orkufyrirtækin sem enn eru í opinberri eigu sem bjóða lægsta verðið, að jafnaði 24 prósentum lægra. Um leið skila þau mjög ásættanlegum hagnaði til eigenda sinna, sem eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga. Geysir Green Energy er búið að leggja 22,5 milljarða í kaup á Hitaveitu Suðurnesja og einhvern veginn þurfa þeir að ná inn þeim peningum. Líkurnar á samkeppni frá öðrum löndum, s.s. með flutningi rafmagns frá Evrópu um sæstreng eru engar. Því má ætla að viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja, íbúar sveitarfélaganna sem seldu, eigi eftir að borga þann brúsa með einum eða öðrum hætti áður en yfir lýkur. Einkavæðing eða markaðsvæðing mun því enn á ný sanna gildi sitt fyrir fjármagnseigendur. Við, neytendur sitjum hins vegar eftir með sárt ennið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar