Víða rata gullasnarnir 6. júlí 2007 08:00 Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun