Rafmagnað andrúmsloft 10. júlí 2007 07:45 Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun