Ráðherra stóreykur hættuna 11. júlí 2007 07:30 Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun