Enn biðstaða í Stork Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2007 02:00 Sjoerd Vollebregt, formaður framkvæmdastjórnar Stork heldur hér erindi á ársfundi samstæðunnar þar sem uppgjör hennar var kynnt í byrjun árs. Markaðurinn/AFP Marel, sem í gegnum eignarhaldsfélagið LME, fer með um fimmtungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork, stendur enn gegn væntanlegu yfirtökutilboði fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu. Marel hefur hug á að kaupa Stork Food Systems matvælavinnsluvélahluta Stork. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ákveðin biðstaða í málinu og hefur ekki enn komið til alvarlegra viðræðna milli stjórnar Stork og Marels um kaup á matvælavinnsluvélahlutanum. Vangaveltur eru uppi um hvort Candover muni lækka skilyrði í tilboði sínu, sem gerir ráð fyrir því að 80 prósent hluthafa að minnsta kosti taki tilboðinu, eða hækki jafnvel væntanlegt tilboð. Beðið er ákvörðunar sjóðsins þar að lútandi. Stjórn Stork hefur mælt með væntanlegu tilboði sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut. Forstjóri Candover hefur ekki látið annað eftir sér hafa um málið en fleiri en ein leið liggi milli Rómar og Mílanó. Gengi bréfa Stork er um þessar mundir heldur yfir 47 evrum og því ólíklegt að yfirtökutilboð komi frá sjóðnum óbreytt. Þá kann að hafa áhrif á næstu skref að hollenski bankinn ABN-Amro hefur dregið til baka stuðning sinn við yfirtökutilboð frá breska bankanum Barclays, en hann keppir við Royal Bank of Scotland (RBS) um að kaupa bankann. Vegur þar þyngst lagatúlkun í Hollandi um að stjórn bankans sé ekki stætt á að styðja tilboð sem færi hluthöfum minna í aðra hönd en tilboð frá öðrum. ABN-Amro fer því þá leið nú að mæla með hvorugu tilboðinu. Staðan er sögð sambærileg við stöðuna hjá Stork því Barclays ætlaði að halda rekstrinum óbreyttum, en RBS að skipta honum upp. Stærstu hluthafar Stork hafa lýst áhuga á því að skipta upp samstæðunni, en Candover er sagst sama sinnis og stjórn Stork sem ekki hefur viljað selja hluta frá kjarnastarfseminni. Þó vekur spurningar um afstöðubreytingu hjá stjórn Stork ákvörðun hennar frá því á fimmtudag um að selja frá samstæðunni til Bencis Capital Partners 60 prósenta eignarhlut í prentvinnsluhluta samstæðunnar, Stork Prints. Samkvæmt upplýsingum á vef samstæðunnar á þeirri sölu að ljúka í næsta mánuði. Haft hefur verið eftir talsmanni Stork í hollenska viðskiptaritinu Het Financieele Dagblad að félagið hafi ekki heyrt af fleiri tilboðum í Stork þrátt fyrir orðróm um annað. Vangaveltur hafa verið uppi um viðræður Marels við fjárfestingarsjóði um gerð gagntilboðs í samstæðuna, en það hefur ekki fengist staðfest. Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Marel, sem í gegnum eignarhaldsfélagið LME, fer með um fimmtungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork, stendur enn gegn væntanlegu yfirtökutilboði fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu. Marel hefur hug á að kaupa Stork Food Systems matvælavinnsluvélahluta Stork. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ákveðin biðstaða í málinu og hefur ekki enn komið til alvarlegra viðræðna milli stjórnar Stork og Marels um kaup á matvælavinnsluvélahlutanum. Vangaveltur eru uppi um hvort Candover muni lækka skilyrði í tilboði sínu, sem gerir ráð fyrir því að 80 prósent hluthafa að minnsta kosti taki tilboðinu, eða hækki jafnvel væntanlegt tilboð. Beðið er ákvörðunar sjóðsins þar að lútandi. Stjórn Stork hefur mælt með væntanlegu tilboði sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut. Forstjóri Candover hefur ekki látið annað eftir sér hafa um málið en fleiri en ein leið liggi milli Rómar og Mílanó. Gengi bréfa Stork er um þessar mundir heldur yfir 47 evrum og því ólíklegt að yfirtökutilboð komi frá sjóðnum óbreytt. Þá kann að hafa áhrif á næstu skref að hollenski bankinn ABN-Amro hefur dregið til baka stuðning sinn við yfirtökutilboð frá breska bankanum Barclays, en hann keppir við Royal Bank of Scotland (RBS) um að kaupa bankann. Vegur þar þyngst lagatúlkun í Hollandi um að stjórn bankans sé ekki stætt á að styðja tilboð sem færi hluthöfum minna í aðra hönd en tilboð frá öðrum. ABN-Amro fer því þá leið nú að mæla með hvorugu tilboðinu. Staðan er sögð sambærileg við stöðuna hjá Stork því Barclays ætlaði að halda rekstrinum óbreyttum, en RBS að skipta honum upp. Stærstu hluthafar Stork hafa lýst áhuga á því að skipta upp samstæðunni, en Candover er sagst sama sinnis og stjórn Stork sem ekki hefur viljað selja hluta frá kjarnastarfseminni. Þó vekur spurningar um afstöðubreytingu hjá stjórn Stork ákvörðun hennar frá því á fimmtudag um að selja frá samstæðunni til Bencis Capital Partners 60 prósenta eignarhlut í prentvinnsluhluta samstæðunnar, Stork Prints. Samkvæmt upplýsingum á vef samstæðunnar á þeirri sölu að ljúka í næsta mánuði. Haft hefur verið eftir talsmanni Stork í hollenska viðskiptaritinu Het Financieele Dagblad að félagið hafi ekki heyrt af fleiri tilboðum í Stork þrátt fyrir orðróm um annað. Vangaveltur hafa verið uppi um viðræður Marels við fjárfestingarsjóði um gerð gagntilboðs í samstæðuna, en það hefur ekki fengist staðfest.
Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira