Íslensku félögin bera af Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar 1. ágúst 2007 03:30 Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum. Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum.
Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira