Útrýmum kjarnavopnum Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2007 06:30 Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun