Eigum við að lengja vinnudaginn? 9. ágúst 2007 07:00 Undanfarna daga hafa berið birt nokkur viðtöl við nóbelsverðlaunahafann Edward C. Prescott um að lækka ætti skatta svo fólk fengist til þess að skila lengri vinnudegi. Hannes Hólmsteinn bauð svo upp á ráðstefnu um þetta málefni. Það liggur fyrir að norræn efnahagsstefna skilar besta árangri í heiminum. Þar spilar sterk verkalýðshreyfing stærsta hlutverkið og sama hefur verið uppi á teningnum hér. Flestir eru sammála um þennan mikla og góða árangur. Ég hef lúmskt gaman af þessu, því það eru ekki mörg ár síðan Hannes Hólmsteinn og aðrir ungir sjálfstæðismenn spáðu því að norræna stefnan gæti ekki annað en skattpínt sjálfa sig í rúst. Það var þessi stefna sem verkalýðshreyfingin ásamt samtökum vinnuveitenda með Ásmund Stefánsson og víkinginn Einar Odd í broddi fylkingar lögðu upp með Þjóðarsáttinni og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag, ásamt framsýni Jóns Baldvins á sínum tíma með gerð viðskiptasamninga við Evrópuríkin. Aðilar vinnumarkaðsins hafa síðan þá ítrekað þurft að taka slaginn við stjórnvöld til að vernda þann árangur, eins og fram hefur komið í hvert skipti við endurnýjun kjarasamninga. Hannes Hólmsteinn segir aftur á móti að Þjóðarsáttin hafi ekkert verið nema stutt verðstöðvun, það hafi verið Davíð og hann sem einhendis hafi gert þetta. Valda hærri skattar minni starfslöngun? Hvers vegna ættum við að snúa stefnu okkar um 180° og fara að vinna meira? Prescott vék sér ítrekað undan því að svara þessum spurningum. Evrópubúar hafa flestir fjögurra til fimm vikna sumarfrí og átta stunda vinnudag. Þetta eru þau lífsgæði sem við höfum barist fyrir í áratugi. Rafiðnaðarmenn hafa með markvissri baráttu stytt vinnuviku sína úr 60 tímum í 46 á þjóðarsáttartímanum og vilja ná lengra. Í Bandaríkjunum er sumarfrí ein til tvær vikur. Þar er vel þekkt að starfsmenn þora ekki að taka sér sumarfrí af ótta við atvinnumissi. Þar er vinnudagurinn miklu lengri en í Evrópu. Efnahagsframfarir okkar á Norðurlöndum eru mun meiri en í Bandaríkjunum. Þar verða hinir ríku enn ríkari og millistéttin hefur steypt sér í skuldir samfara því að fátæku fólki hefur fjölgað. Almenningur í Bandaríkjunum gagnrýnir heiftarlega heilbrigðiskerfið, þar er staðan sú að ef fyrirvinnan lendir í einhverju óláni þá er fjölskyldan kominn á vonarvöl. Frjálshyggjumennirnir telja lausnina á þessu liggja í auknu striti og lengri vinnudegi. Enga leti hjá almúganum takk fyrir, þá getur hann ekki greitt öll nýju þjónustugjöldin, sem sett eru til þess að vega upp á móti skattalækkunum. Það eru örugglega margir af þeim sem liggja fyrir ofan miðjum tekjustiganum til í að lækka skatta. Vilja menn fórna einkalífinu, sumarfríunum, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu fyrir það? Hagfræðingar við Háskóla Íslands hafa sýnt fram á með haldgóðum rökum að kaupmáttaraukning hafi verið ójöfn. Gini-stuðull ráðstöfunartekna er að hækka mest þar sem markvisst hefur verið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Minnkandi tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins má rekja til nokkurra þátta: Persónuafslátturinn lækkaði á árunum 1993-2006. Hátekjuskatturinn hefur verið aflagður. Skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum tekjum. Vaxandi vægi fjármagnstekna í heildartekjum hefur þess vegna leitt til þess að munur á tekjudreifingu heildartekna fyrir og eftir skatt hefur minnkað. Meðaltekjur hinna tekjuhæstu hafa hækkað umfram tekjur annarra, einkum fjármagnstekjur þeirra. Tekjur hinna lægst launuðu hafa hækkað það mikið að margir þeirra sem áður voru skattlausir greiða nú skatt. Það eru launamenn sem sitja eftir í skattkerfinu á meðan peningamenn flytja sína peninga til annarra landa og eru ekki þátttakendur í rekstri þjóðfélagsins, einungis neytendur. Persónuafsláttur hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu, vaxtabætur minnkað, barnabætur lækkað, skerðingarmörk öryrkja og aldraðra aukist. Það eru ákvarðanir stjórnvalda sem hafa mest áhrif á kaupmátt og ekki síst hjá þeim lægst launuðu. Nær öll vestræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna á meðan við höfum stefnt í öfuga átt hér. Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt skattþrep. Ef skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu er gengið í átt til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi. Einnig hafa frítekjumörk og skerðingarákvæði stjórnvalda valdið fátæku fólki hér á landi miklum skaða. Það er eins og sumir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins skammist sín fyrir þróun efnahagsmála. Á svona ráðstefnum og í stórblöðum erlendis hrósa þeir sér af því að hafa haft sjónarmið frjálshyggju að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu á Íslandi og náð lengra en þau ríki sem talin eru hafa náð lengst í þessum málum. Þeir vilja alls ekki kannast við árangur sinn hér á landi, eins og kemur fram í raðgreinum Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa berið birt nokkur viðtöl við nóbelsverðlaunahafann Edward C. Prescott um að lækka ætti skatta svo fólk fengist til þess að skila lengri vinnudegi. Hannes Hólmsteinn bauð svo upp á ráðstefnu um þetta málefni. Það liggur fyrir að norræn efnahagsstefna skilar besta árangri í heiminum. Þar spilar sterk verkalýðshreyfing stærsta hlutverkið og sama hefur verið uppi á teningnum hér. Flestir eru sammála um þennan mikla og góða árangur. Ég hef lúmskt gaman af þessu, því það eru ekki mörg ár síðan Hannes Hólmsteinn og aðrir ungir sjálfstæðismenn spáðu því að norræna stefnan gæti ekki annað en skattpínt sjálfa sig í rúst. Það var þessi stefna sem verkalýðshreyfingin ásamt samtökum vinnuveitenda með Ásmund Stefánsson og víkinginn Einar Odd í broddi fylkingar lögðu upp með Þjóðarsáttinni og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag, ásamt framsýni Jóns Baldvins á sínum tíma með gerð viðskiptasamninga við Evrópuríkin. Aðilar vinnumarkaðsins hafa síðan þá ítrekað þurft að taka slaginn við stjórnvöld til að vernda þann árangur, eins og fram hefur komið í hvert skipti við endurnýjun kjarasamninga. Hannes Hólmsteinn segir aftur á móti að Þjóðarsáttin hafi ekkert verið nema stutt verðstöðvun, það hafi verið Davíð og hann sem einhendis hafi gert þetta. Valda hærri skattar minni starfslöngun? Hvers vegna ættum við að snúa stefnu okkar um 180° og fara að vinna meira? Prescott vék sér ítrekað undan því að svara þessum spurningum. Evrópubúar hafa flestir fjögurra til fimm vikna sumarfrí og átta stunda vinnudag. Þetta eru þau lífsgæði sem við höfum barist fyrir í áratugi. Rafiðnaðarmenn hafa með markvissri baráttu stytt vinnuviku sína úr 60 tímum í 46 á þjóðarsáttartímanum og vilja ná lengra. Í Bandaríkjunum er sumarfrí ein til tvær vikur. Þar er vel þekkt að starfsmenn þora ekki að taka sér sumarfrí af ótta við atvinnumissi. Þar er vinnudagurinn miklu lengri en í Evrópu. Efnahagsframfarir okkar á Norðurlöndum eru mun meiri en í Bandaríkjunum. Þar verða hinir ríku enn ríkari og millistéttin hefur steypt sér í skuldir samfara því að fátæku fólki hefur fjölgað. Almenningur í Bandaríkjunum gagnrýnir heiftarlega heilbrigðiskerfið, þar er staðan sú að ef fyrirvinnan lendir í einhverju óláni þá er fjölskyldan kominn á vonarvöl. Frjálshyggjumennirnir telja lausnina á þessu liggja í auknu striti og lengri vinnudegi. Enga leti hjá almúganum takk fyrir, þá getur hann ekki greitt öll nýju þjónustugjöldin, sem sett eru til þess að vega upp á móti skattalækkunum. Það eru örugglega margir af þeim sem liggja fyrir ofan miðjum tekjustiganum til í að lækka skatta. Vilja menn fórna einkalífinu, sumarfríunum, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu fyrir það? Hagfræðingar við Háskóla Íslands hafa sýnt fram á með haldgóðum rökum að kaupmáttaraukning hafi verið ójöfn. Gini-stuðull ráðstöfunartekna er að hækka mest þar sem markvisst hefur verið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Minnkandi tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins má rekja til nokkurra þátta: Persónuafslátturinn lækkaði á árunum 1993-2006. Hátekjuskatturinn hefur verið aflagður. Skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum tekjum. Vaxandi vægi fjármagnstekna í heildartekjum hefur þess vegna leitt til þess að munur á tekjudreifingu heildartekna fyrir og eftir skatt hefur minnkað. Meðaltekjur hinna tekjuhæstu hafa hækkað umfram tekjur annarra, einkum fjármagnstekjur þeirra. Tekjur hinna lægst launuðu hafa hækkað það mikið að margir þeirra sem áður voru skattlausir greiða nú skatt. Það eru launamenn sem sitja eftir í skattkerfinu á meðan peningamenn flytja sína peninga til annarra landa og eru ekki þátttakendur í rekstri þjóðfélagsins, einungis neytendur. Persónuafsláttur hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu, vaxtabætur minnkað, barnabætur lækkað, skerðingarmörk öryrkja og aldraðra aukist. Það eru ákvarðanir stjórnvalda sem hafa mest áhrif á kaupmátt og ekki síst hjá þeim lægst launuðu. Nær öll vestræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna á meðan við höfum stefnt í öfuga átt hér. Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt skattþrep. Ef skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu er gengið í átt til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi. Einnig hafa frítekjumörk og skerðingarákvæði stjórnvalda valdið fátæku fólki hér á landi miklum skaða. Það er eins og sumir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins skammist sín fyrir þróun efnahagsmála. Á svona ráðstefnum og í stórblöðum erlendis hrósa þeir sér af því að hafa haft sjónarmið frjálshyggju að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu á Íslandi og náð lengra en þau ríki sem talin eru hafa náð lengst í þessum málum. Þeir vilja alls ekki kannast við árangur sinn hér á landi, eins og kemur fram í raðgreinum Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun