Námsmenn fá frítt í strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2007 05:00 Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar