Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar 3. nóvember 2025 15:02 Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. En ef hæsta raforkuverðið er alltaf valið getur þjóðarbúið orðið fyrir verulegum búsifjum því það fer ekki alltaf saman hvað er hagstæðast fyrir Landsvirkjun eða hvað er hagstæðast fyrir þjóðarbúið í heild. Skv. raforkuvísum Orkustofnunar keyptu gagnaver 579 GWh á árinu 2024. Gefum okkur hæsta mögulega verð sem ávinningur hefur heyrst af, að gagnaver kaupi þessa orku á $80/MWh (raunverð í Evrópu mun lægra skv. heimildum spglobal.com og reuters.com). Skoðum einnig annan möguleika, að framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti kaupi þessa orku á $60/MWh. Ef markmiðið er aðeins að hámarka tekjur orkuframleiðandans þá ætti gagnaverið að fá orkuna. Heildatekjur orkuframleiðandans væru um 1,4 milljörðum ISK hærri ef selt er á hærra verðinu. Er það öll sagan? Nei, því framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti gæti farið langt með að klára orkuskipti sem færir ríkissjóði ábata upp á 14-18 milljarða vegna minni losunarheimilda sem ríkið þarf að kaupa. Þessi ávinningur kemur ekki fram í ársreikningi orkuframleiðandans, heldur kemur alfarið fram sem ávinningur í ríkisrekstri, fyrir þjóðarbúið í heild. Hér er ekki við Landsvirkjun að sakast. Þar hafa stjórnendur staðið sig vel í sínu markmiði að hámarka virði félagsins og greitt myndarlegan arð til ríkisins. Það eru ráðamenn sem hafa skyldur til að hámarka hag þjóðarbúsins og þeir gætu látið Landsvirkjun spila stærri rullu í að skapa þjóðarbúinu meiri ábata en nú er. Ef ríkið fengi óbeinan arð (vegna losunarheimilda, orkuskipta og minni losunar CO2 o.fl.) til viðbótar við beinan arð frá Landsvirkjun mætti tvö- til þrefallda núverandi ávinning ríkissjóðs frá starfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt spá UOS þarf að kaupa 1,2-1,5 milljónir tonna í losunarheimildir (uppgjör fyrir árin 2026-2030). Verðið verður ekki undir €75/tonn og verður því kostnaður ríkis þessir 14-18 milljarðar ISK í árslok 2030. Þessa tölu er hægt að lækka með því að draga saman losun í þessum flokkum: Af þessum flokkum liggur einna best við að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á íslensk fiskiskip sem losa öll samtals tæp 500.000 tonn af CO2 á ári. Ef 300.000 tonn af eldsneyti væru framleidd, sem hægt væri að nota í fiskiskip þá telur það í loftslagsbókhaldi sem 510.000 tonn fyrir hvert ár sem slík framleiðsla er notuð í orkuskipti. Ef framleitt væri 2028-2030 væri ávinningur í loftslagsbókhaldi Íslands því 1,5 milljónir tonna sem myndi gera það að verkum að Ísland þyrfti engar loftslagsheimildir að kaupa í árslok 2030. Aðrir kostir vega einnig þungt ef orka er sett í orkuskiptaverkefni, þó ekki komi sá ávinningur alltaf fram í ársreikningi orkuframleiðandans: Mikið magn af CO2 yrði fangað sem dregur úr losun CO2 í andrúmslofti. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti er mannmargur vinnustaður með mikla fjárfestingu og er því til staðar í íslensku samfélagi í áratugi. Starfsemin yrði með öllu mengunarlaus. Gagnaver, aftur á móti, hafa miklu færri starfsmenn, skila engu í orkuskipti og umfang í starfsemi sveiflast mjög mikð. Á einu ári, frá 2023 til 2024 minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming, svo eitt dæmi sé tekið um sveiflur. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti getur gert bindandi samninga um raforku til áratuga. Gagnaver gera orkusamninga til mun styttri tímabila og geta svo fært starfsemi til annarra landa, þar sem orkuverð er lægst. Nú er hægt að finna dæmi um orkuverð allt niður í $12.9/MWh erlendis fyrir sólarorku. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti af þeirri stærð sem hér er lýst að ofan hefði skattspor sem væri um 11-14 milljarðar ISK sem myndi skila sér til ríkis og sveitarfélaga. Það er því auðvelt að rökstyðja það að sala á orku til umhverfisvænnar eldsneytisframleiðslu gæti skilað ávinningi sem er miklu mun meiri en sú viðbót sem hærra raforkuverð frá gagnaveri til raforkuframleiðandans getur skilað í þjóðarbúið. Hærra raforkuverðið gæti skilað ríkissjóði líklega um 1-2 milljörðum aukalega í aukinn arð m.v. dæmið hér ofar. Að selja sama orkumagn til öflugs orkuskiptaverkefnis lækkar tekjur orkuframleiðandans lítillega en gæti búið til aukinn ábata sem væri 14-18 milljarðar fyrir ríkið (færri keyptar losunarheimildir) og að auki 11-14 milljarðar, árlega í skattspor til ríkis og sveitarfélaga. Samtals fyrir 2028-2030 væri heildarábati þjóðarbúsins ekki undir 11·3+14 = 47 milljörðum. Óhugsandi er að gagnver geti skilað ábata í þjóðarbúið sem kemst nálægt þessum tölum. Að horfa einvörðungu á beinar sölutekjur orkuframleiðanda er því þröngt sjónarhorn sem hámarkar ekki endilega ávinning ríkissjóðs og þjóðarbús. Mikilvægt er því að taka farsælar ákvarðanir í hvað orkan á að fara og horfa til ávinnings fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórn þarf því að marka mun skýrari stefnu um það í hvað orkan á að fara ef vilji er til þess að hámarka ábata samfélagsins alls. Með vísan í öflug orð ráðamanna sem eiga við hér: Ef við erum værukær og hættum að hugsa hvað hámarkar hag þjóðarbúsins alls, eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við stórum tækifærum fyrir hönd næstu kynslóða. Hér er ekki verið að biðja um ríkisafskipti eins og þau tíðkuðust í gamla daga. Hér er aðeins verið að leggja það til að stjórnvöld marki ekki bara stefnu um orkuskipti og sjái svo til hvað gerist, heldur setji þá stefnu í framkvæmd með því að ýta stofnunum ríkisins í að fylgja þeirri stefnu þétt eftir. Nýlega hafa þrjú alþjóðleg verkfræðifyrirtæki reiknað út hagkvæmni þess að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á Íslandi. Þeim ber saman um hagkvæmni (LCoM) slíkrar framleiðslu á Íslandi. Ráðandi þáttur í þeirri hagkvæmni er WACC (meðalvextir á lánsfjármögnun), ekki raforkuverð. Einnig hefur komið í ljós gríðarlegur áhugi innlendra og erlendra fyrirtækja til að kaupa umhverfisvænt eldsneyti og til að nefna dæmi um margþætta efirspurn þá hefur IKEA í Svíþjóð falast eftir því að kaupa slíkt eldsneyti frá Íslandi til að fasa út það jarðefnaeldsneyti sem þeir kaupa nú þegar til að útbúa plasthluti í húsgögnum. IKEA vill þannig útfasa allt jarðefnaeldnsneyti, íslensk og alþjóðleg skipafélög vilja útfasa jarðefnaeldnsneyti og þannig mætti lengi telja. Markaðir eru tilbúnir og hægt er að framleiða á verði sem markaðir sætta sig við. Hér er um að ræða afar stórt tækifæri til uppbyggingar á Íslandi, sem myndi í leiðinni draga úr losun á stærri skala sem ekki hefur áður þekkst hér á landi, ásamt því að jarðefnaeldsneyti myndi útfasast að verulegu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Hallgrímur Óskarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur gefið til kynna aukna áherslu á raforkusölu til gagnavera. Hátt raforkuverð sem gagnaver greiða er nefnt sem ástæða. En ef hæsta raforkuverðið er alltaf valið getur þjóðarbúið orðið fyrir verulegum búsifjum því það fer ekki alltaf saman hvað er hagstæðast fyrir Landsvirkjun eða hvað er hagstæðast fyrir þjóðarbúið í heild. Skv. raforkuvísum Orkustofnunar keyptu gagnaver 579 GWh á árinu 2024. Gefum okkur hæsta mögulega verð sem ávinningur hefur heyrst af, að gagnaver kaupi þessa orku á $80/MWh (raunverð í Evrópu mun lægra skv. heimildum spglobal.com og reuters.com). Skoðum einnig annan möguleika, að framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti kaupi þessa orku á $60/MWh. Ef markmiðið er aðeins að hámarka tekjur orkuframleiðandans þá ætti gagnaverið að fá orkuna. Heildatekjur orkuframleiðandans væru um 1,4 milljörðum ISK hærri ef selt er á hærra verðinu. Er það öll sagan? Nei, því framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti gæti farið langt með að klára orkuskipti sem færir ríkissjóði ábata upp á 14-18 milljarða vegna minni losunarheimilda sem ríkið þarf að kaupa. Þessi ávinningur kemur ekki fram í ársreikningi orkuframleiðandans, heldur kemur alfarið fram sem ávinningur í ríkisrekstri, fyrir þjóðarbúið í heild. Hér er ekki við Landsvirkjun að sakast. Þar hafa stjórnendur staðið sig vel í sínu markmiði að hámarka virði félagsins og greitt myndarlegan arð til ríkisins. Það eru ráðamenn sem hafa skyldur til að hámarka hag þjóðarbúsins og þeir gætu látið Landsvirkjun spila stærri rullu í að skapa þjóðarbúinu meiri ábata en nú er. Ef ríkið fengi óbeinan arð (vegna losunarheimilda, orkuskipta og minni losunar CO2 o.fl.) til viðbótar við beinan arð frá Landsvirkjun mætti tvö- til þrefallda núverandi ávinning ríkissjóðs frá starfsemi fyrirtækisins. Samkvæmt spá UOS þarf að kaupa 1,2-1,5 milljónir tonna í losunarheimildir (uppgjör fyrir árin 2026-2030). Verðið verður ekki undir €75/tonn og verður því kostnaður ríkis þessir 14-18 milljarðar ISK í árslok 2030. Þessa tölu er hægt að lækka með því að draga saman losun í þessum flokkum: Af þessum flokkum liggur einna best við að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á íslensk fiskiskip sem losa öll samtals tæp 500.000 tonn af CO2 á ári. Ef 300.000 tonn af eldsneyti væru framleidd, sem hægt væri að nota í fiskiskip þá telur það í loftslagsbókhaldi sem 510.000 tonn fyrir hvert ár sem slík framleiðsla er notuð í orkuskipti. Ef framleitt væri 2028-2030 væri ávinningur í loftslagsbókhaldi Íslands því 1,5 milljónir tonna sem myndi gera það að verkum að Ísland þyrfti engar loftslagsheimildir að kaupa í árslok 2030. Aðrir kostir vega einnig þungt ef orka er sett í orkuskiptaverkefni, þó ekki komi sá ávinningur alltaf fram í ársreikningi orkuframleiðandans: Mikið magn af CO2 yrði fangað sem dregur úr losun CO2 í andrúmslofti. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti er mannmargur vinnustaður með mikla fjárfestingu og er því til staðar í íslensku samfélagi í áratugi. Starfsemin yrði með öllu mengunarlaus. Gagnaver, aftur á móti, hafa miklu færri starfsmenn, skila engu í orkuskipti og umfang í starfsemi sveiflast mjög mikð. Á einu ári, frá 2023 til 2024 minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming, svo eitt dæmi sé tekið um sveiflur. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti getur gert bindandi samninga um raforku til áratuga. Gagnaver gera orkusamninga til mun styttri tímabila og geta svo fært starfsemi til annarra landa, þar sem orkuverð er lægst. Nú er hægt að finna dæmi um orkuverð allt niður í $12.9/MWh erlendis fyrir sólarorku. Framleiðandi á umhverfisvænu eldsneyti af þeirri stærð sem hér er lýst að ofan hefði skattspor sem væri um 11-14 milljarðar ISK sem myndi skila sér til ríkis og sveitarfélaga. Það er því auðvelt að rökstyðja það að sala á orku til umhverfisvænnar eldsneytisframleiðslu gæti skilað ávinningi sem er miklu mun meiri en sú viðbót sem hærra raforkuverð frá gagnaveri til raforkuframleiðandans getur skilað í þjóðarbúið. Hærra raforkuverðið gæti skilað ríkissjóði líklega um 1-2 milljörðum aukalega í aukinn arð m.v. dæmið hér ofar. Að selja sama orkumagn til öflugs orkuskiptaverkefnis lækkar tekjur orkuframleiðandans lítillega en gæti búið til aukinn ábata sem væri 14-18 milljarðar fyrir ríkið (færri keyptar losunarheimildir) og að auki 11-14 milljarðar, árlega í skattspor til ríkis og sveitarfélaga. Samtals fyrir 2028-2030 væri heildarábati þjóðarbúsins ekki undir 11·3+14 = 47 milljörðum. Óhugsandi er að gagnver geti skilað ábata í þjóðarbúið sem kemst nálægt þessum tölum. Að horfa einvörðungu á beinar sölutekjur orkuframleiðanda er því þröngt sjónarhorn sem hámarkar ekki endilega ávinning ríkissjóðs og þjóðarbús. Mikilvægt er því að taka farsælar ákvarðanir í hvað orkan á að fara og horfa til ávinnings fyrir þjóðarbúið í heild. Ríkisstjórn þarf því að marka mun skýrari stefnu um það í hvað orkan á að fara ef vilji er til þess að hámarka ábata samfélagsins alls. Með vísan í öflug orð ráðamanna sem eiga við hér: Ef við erum værukær og hættum að hugsa hvað hámarkar hag þjóðarbúsins alls, eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við stórum tækifærum fyrir hönd næstu kynslóða. Hér er ekki verið að biðja um ríkisafskipti eins og þau tíðkuðust í gamla daga. Hér er aðeins verið að leggja það til að stjórnvöld marki ekki bara stefnu um orkuskipti og sjái svo til hvað gerist, heldur setji þá stefnu í framkvæmd með því að ýta stofnunum ríkisins í að fylgja þeirri stefnu þétt eftir. Nýlega hafa þrjú alþjóðleg verkfræðifyrirtæki reiknað út hagkvæmni þess að framleiða umhverfisvænt eldsneyti á Íslandi. Þeim ber saman um hagkvæmni (LCoM) slíkrar framleiðslu á Íslandi. Ráðandi þáttur í þeirri hagkvæmni er WACC (meðalvextir á lánsfjármögnun), ekki raforkuverð. Einnig hefur komið í ljós gríðarlegur áhugi innlendra og erlendra fyrirtækja til að kaupa umhverfisvænt eldsneyti og til að nefna dæmi um margþætta efirspurn þá hefur IKEA í Svíþjóð falast eftir því að kaupa slíkt eldsneyti frá Íslandi til að fasa út það jarðefnaeldsneyti sem þeir kaupa nú þegar til að útbúa plasthluti í húsgögnum. IKEA vill þannig útfasa allt jarðefnaeldnsneyti, íslensk og alþjóðleg skipafélög vilja útfasa jarðefnaeldnsneyti og þannig mætti lengi telja. Markaðir eru tilbúnir og hægt er að framleiða á verði sem markaðir sætta sig við. Hér er um að ræða afar stórt tækifæri til uppbyggingar á Íslandi, sem myndi í leiðinni draga úr losun á stærri skala sem ekki hefur áður þekkst hér á landi, ásamt því að jarðefnaeldsneyti myndi útfasast að verulegu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar