Sóknarfæri með breyttri sýn Helga Björg Ragnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2007 08:00 Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun