Söfnum góðum minningum 18. ágúst 2007 05:00 Menningarnótt í miðborginni er nokkurs konar uppskeruhátíð eftir gott og veðursælt sumar. Hún er orðinn sá viðburður sem fáir vilja missa af því hún er aldrei eins; alltaf ný og óvænt. Menningarnótt í miðborginni er orðinn langstærsti viðburður landsins og er farin að hafa aðdráttarafl langt út fyrir landssteinana. Reykjavíkurborg hefur átt afar gott samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, bráðamóttöku LHS og björgunarsveitir um að hafa allan viðbúnað og þjónustu við gesti Menningarnætur sem besta. Enn og aftur hefur verið lögð sérstök áhersla á að huga að forvörnum og hafa Menningarnótt, ÍTR og Saman hópurinn lagst á eitt við að minna okkur foreldra á að sýna ábyrgð gagnvart börnunum og borginni okkar. Það er gott að minnast þess að foreldrar eru besta fyrirmyndin. En þrátt fyrir allan viðbúnað borgarinnar og öryggisaðila þá erum það við, þátttakendur hátíðarinnar, sem berum, þegar upp er staðið, ábyrgð á því að minningin okkar frá þessari Menningarnótt verði gleðileg. Galdurinn við Menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Þrátt fyrir stærðina og fjölda þátttakanda er ennþá bæði rými og áhugi fyrir hinu notalega og ljúfa. Þessi stemming er sérstaklega áberandi í dagskrá Menningarnætur í ár, vöfflukaffi, kósíhorn og hvíslileikur eru einmitt dæmi um slík atriði. Til að skapa þetta rými fyrir alla, jafnt stóra sem smáa, hefur dagskrársvæði hátíðarinnar stækkað - í allar áttir. Setningin er í Norræna húsinu, stórtónleikar Menningarnætur, Landsbankans og Rásar 2 á Miklatúni og flugeldasýning Orkuveitunnar úti á sundunum, en hjartað slær ennþá í miðborginni þar sem gestgjafar Menningarnætur bjóða okkur velkomin í tólfta sinn. Verkefnisstjórn Menningarnætur óskar borgarbúum til hamingju með daginn og vonar að gestir hátíðarinnar njóti viðburðanna og samvistanna. Sameinumst um að skapa góðar minningar á Menningarnótt.Höfundur er í verkefnisstjórn Menningarnætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Menningarnótt í miðborginni er nokkurs konar uppskeruhátíð eftir gott og veðursælt sumar. Hún er orðinn sá viðburður sem fáir vilja missa af því hún er aldrei eins; alltaf ný og óvænt. Menningarnótt í miðborginni er orðinn langstærsti viðburður landsins og er farin að hafa aðdráttarafl langt út fyrir landssteinana. Reykjavíkurborg hefur átt afar gott samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, bráðamóttöku LHS og björgunarsveitir um að hafa allan viðbúnað og þjónustu við gesti Menningarnætur sem besta. Enn og aftur hefur verið lögð sérstök áhersla á að huga að forvörnum og hafa Menningarnótt, ÍTR og Saman hópurinn lagst á eitt við að minna okkur foreldra á að sýna ábyrgð gagnvart börnunum og borginni okkar. Það er gott að minnast þess að foreldrar eru besta fyrirmyndin. En þrátt fyrir allan viðbúnað borgarinnar og öryggisaðila þá erum það við, þátttakendur hátíðarinnar, sem berum, þegar upp er staðið, ábyrgð á því að minningin okkar frá þessari Menningarnótt verði gleðileg. Galdurinn við Menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Þrátt fyrir stærðina og fjölda þátttakanda er ennþá bæði rými og áhugi fyrir hinu notalega og ljúfa. Þessi stemming er sérstaklega áberandi í dagskrá Menningarnætur í ár, vöfflukaffi, kósíhorn og hvíslileikur eru einmitt dæmi um slík atriði. Til að skapa þetta rými fyrir alla, jafnt stóra sem smáa, hefur dagskrársvæði hátíðarinnar stækkað - í allar áttir. Setningin er í Norræna húsinu, stórtónleikar Menningarnætur, Landsbankans og Rásar 2 á Miklatúni og flugeldasýning Orkuveitunnar úti á sundunum, en hjartað slær ennþá í miðborginni þar sem gestgjafar Menningarnætur bjóða okkur velkomin í tólfta sinn. Verkefnisstjórn Menningarnætur óskar borgarbúum til hamingju með daginn og vonar að gestir hátíðarinnar njóti viðburðanna og samvistanna. Sameinumst um að skapa góðar minningar á Menningarnótt.Höfundur er í verkefnisstjórn Menningarnætur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun