Stöndum vörð um Nónhæð 18. ágúst 2007 03:00 Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun