Má ég segja nei? Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun