Körfubolti

Dallas vann góðan sigur í Utah

Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik hjá Dallas í mikilvægum sigri í Utah í nótt
Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik hjá Dallas í mikilvægum sigri í Utah í nótt Nordicphotos/Getty images.

Dallas er komið aftur á sigurbraut eftir að liðið lagði keppinauta sína í Utah Jazz á útivelli 108-105 í hörkuleik í Salt Lake City. Dirk Nowitzki fór fyrir Dallas með 38 stigum en Carlos Boozer skoraði 29 stig fyrir Utah.

Indiana lagði Atlanta 91-72. Al Harrington skoraði 18 stig fyrir Indiana en Speedy Claxtton skoraði 12 fyrir Atlanta.

Detroit lagði Philadelphia 98-89 á útivelli. Tayshaun Prince skoraði 33 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 fyrir Philadelphia.

New Jersey skellti Toronto 101-86. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey en Andrea Bargnani 22 fyrir Toronto.

San Antonio lagði Portland 98-84 þar sem Tim Duncan skoraði 16 stig fyrir San Antonio en Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir Portland.

Memphis vann ótrlúlegan sigur á Lakers 128-118, þar sem Memphis skoraði 46 stig í þriðja leikhlutanum og setti félagsmet. Pau Gasol og Mike Miller skoruðu 25 stig fyrir Memphis en Kobe Bryant var með 25 stig hjá Lakers.

Phoenix lagði Seattle 113-102. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst hjá Phoenix og Nick Collison skoraði 29 stig og hirti 21 frákast fyrir Seattle.

Loks vann Cleveland góðan útisigur á Sacramento 108-98 þar sem LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í síðari hálfleik og Mike Bibby skoraði 26 stig fyrir Sacramento.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×