Körfubolti

Sigurganga Dallas heldur áfram

NordicPhotos/GettyImages
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ótrúleg sigurganga Dallas Mavericks hélt áfram þegar liðið lagði LA Lakers örugglega á heimavelli sínum 114-95. Josh Howard skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 26 stig.

Dallas hefur nú unnið 19 af síðustu 20 leikjum sínum í NBA deildinni en eina tap liðsins á síðustu sex vikum var einmitt gegn LA Lakers. Dallas og Phoenix eru heitustu liðin í deildinni í dag, en Phoenix hefur unnið 11 leiki í röð og 27 af síðustu 29 leikjum sínum. Þess má geta að þessir úrslit þessara tveggja tapleikja Phoenix réðust um leið og lokaflautið gall.

Miami mætti undirmönnuðu liði Indiana á heimavelli sínum og hafði sigur 104-101, en í lið Indiana vantaði alla nýju leikmennina sem liðið fékk í skiptunum við Golden State á dögunum. Dwyane Wade skoraði 33 stig fyrir Miami og Jason Williams 20. Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana og Marquis Daniels 23 stig.

Staðan í NBA:

AUSTURDEILD:

ATLANTIC

1. TOR 19-21

2. NJN 18-20

3. NYK 17-23

4. BOS 12-25

5. PHI 10-29

CENTRAL

1. CLE 23-15

2. CHI 23-17

3. DET 21-16

4. IND 20-19

5. MIL 17-21

SOUTHEAST

1. WAS 22-16

2. ORL 22-17

3. MIA 18-20

4. ATL 13-23

5. CHA 12-25

VESTURDEILD:

SOUTHWEST

1. DAL 33-8

2. SAS 27-13

3. HOU 25-15

4. NOR 15-22

5. MEM 10-30

NORTHWEST

1. UTH 25-14

2. MIN 20-17

3. DEN 18-17

4. POR 16-24

5. SEA 15-25

PACIFIC

1. PHO 30-8

2. LAL 26-14

3. GSW 19-21

4. LAC 18-21

5. SAC 14-22



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×