Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi 19. janúar 2007 14:48 Bubbi spáir flugeldasýningu á Sýn annað kvöld, þar sem hann og Ómar Ragnarsson munu m.a. lýsa bardaga Ricky Hatton og Juan Urango mynd/gva Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi. Box Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi.
Box Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn