Hnefaleikaveisla á Sýn í kvöld og nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á rosalega boxveislu í nótt þar sem leikar hefjast í Sviss með viðureign ófreskjunnar Nikolay Valuev og Jameel McCline, en svo verður skipt yfir til Las Vegas þar sem meðal annars eigast við Ricky Hatton og Juan Urango. Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson lýsa bardögunum eins og þeim einum er lagið og hefst veislan klukkan 20:50 og stendur fram til morguns.