Phoenix burstaði Washington 24. janúar 2007 12:10 Steve Nash hefur aldrei leikið betur hjá Phoenix og mikið má vera ef hann verður ekki valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar þriðja árið í röð NordicPhotos/GettyImages Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. Phoenix beið ekki boðanna gegn Washington og vann fyrsta leikhlutann 41-20 og leit aldrei til baka eftir það. Washington var einmitt síðasta liðið sem náði að leggja Phoenix, en þá hafði liðið verið fast í snjóstormi í Colorado og mætti ekki fyrr en tveimur tímum fyrir leik. Steve Nash fór hamförum hjá Phoenix og skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar og hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington en datt ekki í gírinn fyrr en úrslit leiksins voru nánast ráðin. Washington hafði unnið tíu leiki í röð á heimavelli. Dallas er sömuleiðis á mikilli siglingu eins og raunar í allan vetur og Dirk Nowitzki fór á kostum í sigrinum á Orlando með 33 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum. Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Denver vann annan leikinn í röð eftir að Carmelo Anthony sneri aftur úr leikbanni þegar það skellti Seattle 117-112. Anthony skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst en Ray Allen skoraði 44 stig fyrir Seattle. Philadelphia vann sjaldgæfan sigur á liði New Orleans 102-96. Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Devin Brown 24 fyrir New Orleans. Chicago lagði Atlanta 94-86. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago en Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á meiðslum hrjáðu liði Milwaukee 115-96. Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers en Charlie Bell 24 fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni: ATLANTIC 1. NJN 20-21 2. TOR 20-22 3. NYK 18-25 4. BOS 12-28 5. PHI 12-30 SOUTHWEST 1. DAL 35-8 2. SAS 30-13 3. HOU 25-16 4. NOR 16-24 5. MEM 10-32 CENTRAL 1. DET 23-16 2. CLE 24-17 3. CHI 24-19 4. IND 21-20 5. MIL 17-24 NORTHWEST 1. UTH 28-14 2. DEN 22-17 3. MIN 20-20 4. POR 17-25 5. SEA 16-26 SOUTHEAST 1. WAS 24-17 2. ORL 23-20 3. MIA 19-22 4. CHA 14-26 5. ATL 13-26 PACIFIC 1. PHO 33-8 2. LAL 27-15 3. LAC 20-21 4. GSW 19-23 5. SAC 16-23 NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95. Phoenix beið ekki boðanna gegn Washington og vann fyrsta leikhlutann 41-20 og leit aldrei til baka eftir það. Washington var einmitt síðasta liðið sem náði að leggja Phoenix, en þá hafði liðið verið fast í snjóstormi í Colorado og mætti ekki fyrr en tveimur tímum fyrir leik. Steve Nash fór hamförum hjá Phoenix og skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar og hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington en datt ekki í gírinn fyrr en úrslit leiksins voru nánast ráðin. Washington hafði unnið tíu leiki í röð á heimavelli. Dallas er sömuleiðis á mikilli siglingu eins og raunar í allan vetur og Dirk Nowitzki fór á kostum í sigrinum á Orlando með 33 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum. Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Denver vann annan leikinn í röð eftir að Carmelo Anthony sneri aftur úr leikbanni þegar það skellti Seattle 117-112. Anthony skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst en Ray Allen skoraði 44 stig fyrir Seattle. Philadelphia vann sjaldgæfan sigur á liði New Orleans 102-96. Kyle Korver skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Devin Brown 24 fyrir New Orleans. Chicago lagði Atlanta 94-86. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago en Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Loks vann LA Clippers auðveldan sigur á meiðslum hrjáðu liði Milwaukee 115-96. Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers en Charlie Bell 24 fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni: ATLANTIC 1. NJN 20-21 2. TOR 20-22 3. NYK 18-25 4. BOS 12-28 5. PHI 12-30 SOUTHWEST 1. DAL 35-8 2. SAS 30-13 3. HOU 25-16 4. NOR 16-24 5. MEM 10-32 CENTRAL 1. DET 23-16 2. CLE 24-17 3. CHI 24-19 4. IND 21-20 5. MIL 17-24 NORTHWEST 1. UTH 28-14 2. DEN 22-17 3. MIN 20-20 4. POR 17-25 5. SEA 16-26 SOUTHEAST 1. WAS 24-17 2. ORL 23-20 3. MIA 19-22 4. CHA 14-26 5. ATL 13-26 PACIFIC 1. PHO 33-8 2. LAL 27-15 3. LAC 20-21 4. GSW 19-23 5. SAC 16-23
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira